Landeyjahöfn heilsárshöfn

Sameinumst um að Landeyjahöfn verði heilsárshöfn. Sameinumst um að það verði fundin framtíðarlausn á siglingum og dýpkun í höfninni sem veldur ekki meiri frátöfum en fyrir okkur var kynnt. Sameinumst um að hætta að tala um aðrar leiðir eins og nýtt skip í Þorlákshöfn, göng og annað slíkt... Setjum fókusinn á að fá Landeyjahöfn í lag, þannig að hún verði sú heilsárshöfn sem okkur var lofað.

Tími sem Herjólfur sigldi ekki samfleytt til Landeyjahafnar í vetur.

144 
dagar
17 
klst
30 
mín
0 
sek

Frátafir í Landeyjahöfn

"Flestar frátafirnar eru frá nóvember til mars eða um 6–12%. Miðað við, að ferðatíðni yfir sumarmánuðina sé allt að 6 ferðir á föstudögum og sunndögum og 4 ferðir aðra daga og yfir vetrartímann 4 ferðir á föstudögum og sunnudögum, en annars 3 ferðir, fæst að heildarfjöldi ferða verður um 1358. Af þeim myndi um 41 ferð falla niður, sem gefur, að um 3% ferða myndi falla niður." ATH að skýrslan gerði alltaf ráð fyrir nýju skipi.

Heimild : Skýrsla stýrihóps um bakkafjöruhöfn

"Raunveruleikinn er að Herjólfur hefur ekki siglt til Landeyjahafnar frá 23. nóvember síðastliðnum og ef tekið er jafnlangt tímabil og er nefnt í skýrslu stýrihóps um bakkafjöru, eða tímabilið desember til apríl þá eru frátafir siglinga Herjólfs um Landeyjahöfn 100% "

Heimild : Facebook síða Herjólfs

"Herjólfur ristir rúma 4 metra á meðan gengið var út frá því að heppileg ferja risti ekki dýpra en 3,3 metra. Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætlaðar 5-10% af tímanum og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki ásættanlegur kostur. Því er ætlunin að hefja leit að leiguferju þar sem frátafir væru svipaðar eins og upphaflega var lagt af stað með 3%."

Heimild : Samgöngustofa - siglingamál

Ölduhæð:

m


Heimild : Vegagerðin